spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmenningar semja við bandarískan leikmann

Ármenningar semja við bandarískan leikmann

Það er mikið að gera á skrifstofu Ármanns þessa dagana ef marka má fregnir af leikmannamálum meistaraflokkana síðustu misseri. Í dag tilkynnti liðið bandarískan leikmann að nafni Zach Taylor.

Zach kemur frá Úrúgvæ þar sem hann lék á síðustu leiktíð en var þar á undan í finnsku 1. deildinni og var valinn besti leikmaður deildarinnar. Þar á undan lék hann meðal annars í Ole Miss Rebels háskólanum. Ármann endaði í 10 sæti í 1. deild karla og misstu af úrslitakeppni á innbyrgðis viðureignum. Í sumar hefur liðið samið við þá Adama Darboe og Arnald Grímsson að leika með liðinu og er ljóst að liðið ætlar sér að gera betur á komandi leiktíð.

Tilkynningu Ármenninga má finna hér að neðan:þ

Samið hefur verið við amerískan leikmann fyrir komandi átök í 1. deild karla. Zach Naylor skrifaði á dögunum undir samning við Ármann um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Zach er 25 ára framherji sem er 203 cm á hæð. Hann lék í bandaríska háskólaboltanum árin 2016-2020 við góðan orðstýr. Eftir það hefur hann leikið í Bandaríkjunum, Finnlandi og Úrúgvæ. Á Finnlandi lék hann með Huima í finnsku fyrstu deildinni þar sem hann var með 27 stig, 15 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Þar leiddi hann deildina í stigum, fráköstum, framlagsstigum og vítanýtingu. Hann var valinn besti leikmaður deildarinnar og í úrvalslið.

Zach er skorari af guðs náð en er þess fyrir utan fjölhæfur leikmaður sem hentar okkar liði vel. Tilþrif hans má finna hér:

Við bjóðum Zach hjartanlega velkominn í Laugardalinn og hlökkum til að fá hann til landsins í september.

Fréttir
- Auglýsing -