Einn Nostradamus gleymdist í gær en það var hörkutól þeirra Keflvíkinga Gunnar Einarsson sem að sjálfsögðu spáði sínum mönnum sigur í gærkvöldi. Gunnar fór lengra með þessa spádóma sína og sagðist ætla að taka eina armbeygju fyrir hvert stig sem Keflvíkingar myndu fá á sig ef svo ólíklega vildi til að þeir myndu tapa.
Og áfram hélt Gunnar því hann skoraði svo Axel Kárason að gera slíkt hið sama. Spádómar Gunnars rættust ekki eins og flestir vita og Keflvíkingar fengu á sig 100 stig. Það þýðir þá að Gunnar skuldar sléttar 100 armbeygjur og bíðum við nú spennt eftir að fá sent myndband því til sönnunar frá Gunnari.
Við sláum því nú föstu að þessi keppni endist út seríu Keflvíkinga og Tindastólsmanna.