Ármenningar tóku á móti KR í 1. deild kvenna í kvöld. Fyrir leikinn voru bæði lið með þrjá sigra í deildinni og mátti búast við jöfnum leik.
Óhætt er að segja að það hafi ekki orðið staðreyndin. Ármenningar komust í 14-4 forystu eftir nokkrar mínútur en liðið vann fyrsta leikhluta 31-12. Heimakonur léku á allsoddi í fyrri hálfleik og fóru með 27 stiga forystu í hálfleik 47-20.
Forystunni héldu Ármenningar í seinni hálfleik en KR komst aldrei nær heimakonum. Lokastaða 87-51, 36 stiga sigur Ármanns í kvöld.
Í liði Ármanns var Schekinah Bimpa frábær með 18 stig (þar af 11 sóknarfráköst), 15 fráköst, 4 stolna bolta og 4 stoðsensingar. Jónína Þórdís Karlsdóttir var einnig öflug með 12 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar.
Hjá KR var Fanney Ragnarsdóttir stigahæst með 10 stig og bætti við það 3 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá var Hulda Ósk Bergsteinsdóttir með 9 stig og 4 fráköst.
Ármenningar komust með sigrinum í þriðja sæti deildarinnar með átta stig eins og topplið ÍR sem hefur leikið tveimur leikjum færri en Ármann. KR er í fjórða sætinu með sex stig.