spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaÁrmann semur við Alariu Mayze

Ármann semur við Alariu Mayze

Ármann hefur samið við bandarískan leikmann fyrir komandi átök í 1. deild kvenna. Leikmaðurinn heitir Alaria Mayze og er framherji sem leikið hefur á Írlandi síðustu ár við góðan orðstýr.

Ármenningar enduðu í 5. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa lent í vandræðum eftir áramót. Liðið ætlar sér greinilega að gera betur en nýverið samdi Hulda Ósk við liðið og kemur frá Þór Ak. Einnig hefur liðið endursamið við sína leikmenn uppá síðkastið.

Tilkynningu Ármenninga má finna í heild sinni hér að neðan:

Meistaraflokkur kvenna hefur samið við bandarískan leikmann í Alarie Mayze sem hefur ákveðið að ganga til liðs við Ármann. 

Alarie er 28 ára framherji sem getur þó leikið flestar stöður á vellinum. Hún lék með Southern Mississipi háskólanum í bandaríkjunum í fjögur ár en síðustu þrjú ár hefur hún leikið í tveimur efstu deildum Írlands þar sem hún hefur einnig stundað nám. Á öðru tímabili sínu á Írlandi vann hún deildarkeppnina og var valin í úrvalslið deildarinnar. Einnig var hún valin mikilvægasti leikmaður Írsku bikarkeppninnar 2022. Á síðustu leiktíð var hún með 22 stig og 9 fraköst að meðaltali í leik. 

Mayze er fjölhæfur leikmaður sem hefur hlotið mikið lof fyrir varnarleik sinn auk þess að geta skorað í öllum regnbogans litum. Auk þess er hún metnaðarfullur karakter og passar vel inní það sem við Ármenningar ætlum okkur. 

Við erum mjög ánægð að Alarie hafi kosið að koma til Íslands og leika með félaginu á næstu leiktíð. Við væntum mikils af samstarfinu við hana og hlökkum til að fá hana til æfinga í haust. 

Fréttir
- Auglýsing -