spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmann og Hamar munu mætast í einvígi um sæti í Bónus deildinni

Ármann og Hamar munu mætast í einvígi um sæti í Bónus deildinni

Einn leikur fór fram í dag í undanúrslitum fyrstu deildar karla.

Ármann tókst með sigri í þessum fjórða leik einvígis síns gegn Breiðablik að tryggja sér 3-1 sigur í seríunni. Ármann mun því mæta Hamri í úrslitaeinvígi um sæti í Bónus deildinni, en áður hafði ÍA tryggt sig beint upp með því að sigra deildarkeppni fyrstu deildarinnar.

Hérna er heimasíða deildarinnar

Úrslit dagsins

Fyrsta deild karla – Undanúrslit

Breiðablik 80 – 99 Ármann

(Ármann vann 3-1)

Breiðablik: Maalik Jajuan Cartwright 16/8 fráköst/7 stoðsendingar, Zoran Vrkic 12/11 fráköst, Ragnar Jósef Ragnarsson 8, Ólafur Snær Eyjólfsson 8, Logi Guðmundsson 8/6 fráköst, Alexander Jan Hrafnsson 8, Bjarki Steinar Gunnþórsson 6, Orri Guðmundsson 5/8 fráköst, Hákon Helgi Hallgrímsson 4, Kristján Örn Ómarsson 3, Marinó Þór Pálmason 2/5 stoðsendingar, Veigar Elí Grétarsson 0.


Ármann: Jaxson Schuler Baker 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Arnaldur Grímsson 22/12 fráköst, Kári Kaldal 21, Frosti Valgarðsson 15/4 fráköst, Adama Kasper Darboe 7/10 fráköst/9 stoðsendingar, Cedrick Taylor Bowen 6/10 fráköst, Magnús Sigurðsson 2, Þorkell Jónsson 1, Frank Gerritsen 0, Jakob Leifur Kristbjarnarson 0.

Fréttir
- Auglýsing -