spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁrmann í undanúrslit eftir sigur á Selfossi

Ármann í undanúrslit eftir sigur á Selfossi

Ármann tryggði sig áfram í undanúrslit 1. deildar karla með sigri á Selfossi í Laugardalshöllinni á föstudagskvöld. Serían fór 3-0 fyrir Ármanni. Allir leikirnir í einvíginu enduðu með nokkuð öruggum sigri Ármenninga en ungt lið Selfoss sýndi góða takta og fara reynslunni ríkari inn í næsta tímabil.

Eftir að hafa orðið fyrir áfalli í vikunni þegar það kom í ljós að Kristófer Breki hefði slitið krossband var ljóst að Ármenningar yrðu að aðlagast fljótt. Kristófer var búinn að vera að leika frábærlega og bæta sig í hverjum leik og að auki var Magnús Dagur Svansson fjarri góðu gamni í þessum leik. Það var því skarð fyrir skildi.

Cedric

Það var þó snemma ljóst að Ármannsliðið ætlaði ekki að gefa Selfyssingum tækifæri á að ganga á lagið. Þeir byggðu snemma upp forskot og juku það jafnt og þétt. Það kom maður í manns stað og margir stigu upp. Adama Darbo stýrði leik Ármanns frábærlega og Frosti Valgarðsson var fyrirferðarmikill. Frank Gerritsen kom með frábæran kraft af bekknum og Þorkell Jónsson kom inn og spilaði vel, sérstaklega varnarlega. Það var eins og Selfyssingar hefðu ekki trú á að þeir ættu séns í kvöld og í hálfeik var ljóst í hvað stefndi. Ármann sigraði að lokum 107-76.

Frank

Ármann því komnir áfram og líta vel út. Breiðablik og Fjölnir komust líka áfram í kvöld en það kemur þó ekki strax í ljóst hvaða lið mætast í næstu umferð því að einvígi Hamars og Snæfells er enn í gangi. Þar er staðan 1-1 og leikur þrjú er á laugardag.

Grétar Már Axelsson var á leiknum og tók myndir. Þær má finna á Ármann körfubolti á facebook.

Jakob
Þorkell
NAldo

Helstu tölur:

Ármann: Jaxson Schuler Baker 21/7 fráköst, Adama Kasper Darboe 21/15 fráköst/10 stoðsendingar, Frosti Valgarðsson 20/7 fráköst, Frank Gerritsen 11, Arnaldur Grímsson 11/7 fráköst, Cedrick Taylor Bowen 9, Þorkell Jónsson 7, Kári Kaldal 3, Jakob Leifur Kristbjarnarson 2, Jóel Fannar Jónsson 2, Valur Kári Eiðsson 0.


Selfoss: Follie Bogan 17/5 fráköst, Vojtéch Novák 12/14 fráköst/10 stoðsendingar, Ari Hrannar Bjarmason 9, Tristan Máni Morthens 8, Birkir Máni Sigurðarson 6, Unnar Örn Magnússon 5, Arnór Bjarki Eyþórsson 5/5 fráköst, Ísak Júlíus Perdue 4, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 3, Óðinn Freyr Árnason 3, Gísli Steinn Hjaltason 3, Fróði Larsen Bentsson 1.

Fréttir
- Auglýsing -