Ármenningar tóku á móti KV-mönnum í Kennaraháskólanum í gærkvöldi í umspili um 32-liða úrslit Maltbikars karla. Þar sem búið var að draga í 32-liða úrslitanna var ljóst að liðið sem ynni leikinn myndi fá úrvalsdeildarlið Keflvíkinga í heimsókn.
Leikurinn var jafn framan en bæði lið tóku mikil áhlaup á mismunandi tímum í leiknum til að breikka eða minnka muninn. Að loknu glæsilegu áhlaupi í fjórða leikhlutanum tóku Ármenningar leikinn 74-67.
Þáttaskil
Í stöðunni 52-60 við upphaf fjórða leikhluta fór KV endanlega í baklás og gátu ekki skorað nema 7 stig. Ármenningar áttu aftur á móti ekki í neinum vandræðum með að skora og skiluðu 22 stigum í leikhlutanum.
Tölfræðin lýgur ekki
Það lítur út fyrir að KV hafi misst dampinn hægt og rólega í leiknum, en stigaskor þeirra eftir leikhlutum var 27-22-13-7. Ármenningar voru aftur á móti miklu stöðugari, en þeir skoruðu 21-14-17-22 eftir leikhlutunum.
Hetjan
Þó að liðsheildin hjá Ármanni hafi unnið þetta þá var Arthúr Möller, en hann var stigahæstur í sínu liði með 21 stig og skoraði seinustu 5 stig liðsins til að klára leikinn.
Kjarninn
KV fer þá ekki lengra í Maltbikarnum að þessu sinni og eiga næst leik við Leikni R. í 2. deild karla næsta sunnudag. Þeir mæta væntanlega tilbúnir í þann leik. Ármann fær núna tækifæri til að reyna sig við úrvalsdeildarlið Keflavíkur í 32-liða úrslitum og fá m.a.s. annan heimaleik. Þá er um að gera að kalla á alla stuðningsmenn Glímufélagsins Ármanns til að mæta og styðja sína menn!