Úrslitaeinvígi annarar deildar karla á milli Ármanns og Þrótts Vogum rúllaði af stað í Kennó í kvöld.
Ármann hafði áður slegið út Snæfell í úndanúrslitunum á meðan að Þróttur Vogum fór í gegnum Leikni.
Liðin eru þau tvö sem enduðu efst í deildarkeppni vetrarins, Ármann taplausir deildarmeistarar, en Þróttur í öðru sætinu með fjórtán sigra og fjögur töp á tímabilinu.
Í þessum fyrsta leik eivígis liðanna sigraði Ármann með 102 stigum gegn 77.
Atkvæðamestur fyrir Ármann í leiknum var Gunnar Ingi Harðarson með 35 stig á meðan að Nökkvi Már Nökkvason var með 23 fyrir Þrótt.
Vinna þarf tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í fyrstu deildinni.
Leikur dagsins
Úrslitaeinvígi 2. deildar karla
Ármann 102 – 77 Þróttur