spot_img
HomeFréttirAri: Vona að Helga byrji að æfa í vikunni

Ari: Vona að Helga byrji að æfa í vikunni

,,Þetta er allt sem við ætlum okkur, að vera á toppnum,“ sagði Ari Gunnarsson í gær eftir frækinn sigur KR kvenna á Val í Iceland Express deild kvenna. Karfan.is ræddi við Ara eftir leik sem tjáði okkur að KR hefði fengið nýjan erlendan leikmann því Reyana Colson hefði verið að glíma við meiðsli sem væru að ágerast.
 
 ,,Vörnin er okkar sál og okkar hjarta og stefnan er að svo verði áfram,“ sagði Ari en af hverju skipti KR út leikmanni? ,,Vegna meiðsla á Reyana, hún var meidd á hné og það var að ígerast og þetta var bara spurning um að tjasla henni saman fyrir hvern leik eða fá nýjan,“ sagði Ari en hvernig leist honum á frumraun nýja leikmannsins, Ericu Prosser?
 
,,Bara mjög vel og ég var mjög sáttur við hana í dag, hún er meiri leikstjórnandi en Reyana og það er gott enda höfum við fullt af leikmönnum sem geta skorað gert allt hitt en ef Erica kemur boltanum á rétta staði þá er ég sáttur.“
 
Hvað, ef eitthvað, þarf KR að laga?
,,Auðvitað er alltaf eitthvað sem maður vill og jafnvel þarf að laga en það verður bara að sjást þá í næsta leik,“ sagði Ari en við slepptum honum ekki án þess að fá að vita stöðuna hjá Helgu Einarsdóttur, annars tveggja fyrirliða KR. ,,Ég er að vona að hún byrji að æfa í vikunni.“
 
Mynd/ Helga Einarsdóttir hefur verið fjarri góðu gamni undanfarið með KR en Ari Gunnarsson þjálfari KR vonast til að hún byrja að æfa í þessari viku með toppliði KR.
 
Fréttir
- Auglýsing -