spot_img
HomeFréttirAri: Orðið tímabært að vinna Hauka!

Ari: Orðið tímabært að vinna Hauka!

13:22
{mosimage}

(Ari Gunnarsson)

Hamar og Haukar mætast í Hveragerði í kvöld í síðustu umferð deildarkeppninnar í Iceland Express deild kvenna. Karfan.is náði tali af Ara Gunnarssyni þjálfara Hamars sem segir alla sína liðsmenn heila og klára í slaginn í kvöld. Haukar eru eina félagið sem Hamar hefur ekki tekist að vinna í efstu deild og þá vann lið Hauka einnig allar viðureignir liðanna í 2. deild kvenna á sínum tíma.

Ari þið hafið aldrei unnið Hauka, er ekki kominn tími á það?
Nema hvað? Það er orðið tímabært og hentugt að breyta því í kvöld.

Julia Demirer kom aftur til liðs við Hauka en hún var send heim á hálfu móti, hvað kom til?
Henni var sagt upp samningi sínum við okkur í október og það stóð til að hún myndi hverfa alveg úr okkar röðum en hún fékk ekkert að gera og kom því aftur til okkar. Nú er hún með töluvert lægri samning en áður en það er vissulega fagnaðarefni að vera búinn að fá hana til baka.

Eru allir klárir í slaginn framundan og hvernig líst þér að að fara að keppa núna í A og B riðlum fram að úrslitakeppni?
Það eru allir heilir og klárir og stemmningin í liðinu er góð. Mér líst vel á mótið og ég ætla að leyfa því að spilast aðeins úr fjarlægð áður en ég fer eitthvað að gagnrýna.

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -