Lið Þórs í Þorlákshöfn sem er í toppbaráttunni í 1. deild karla hefur fengið til sín tvo unga leikmenn. Val Sigurðsson og Ara Gylfason.
Valur er uppalinn Fjölnismaður en lék með Þórsurum í fyrra vetur, hann hóf að æfa með Fjölni aftur í sumar en hætti skömmu fyrir tímabil og er nú kominn til liðs við Þórsara.
Ari er hins vegar af miklum körfuboltaættum úr Árnessýslu þar sem hafi hans hóf kynbætur á hrossum fyrir tugum ára og eflaust hefur hann stundað kynbætur á körfuboltamönnum líka. Eins og greint var frá á karfan.is í fyrradag hætti Ari hjá FSu þar sem hann hóf tímabilið, nú fyrir skömmu og stóð valið á milli Hrunamanna og Þórs. Hann hefur nú ákveðið sig og mun leika með Þór það sem eftir lifir vetrar.
Fyrsti leikur þeirra félaga með Þór verður gegn Hrunamönnum í kvöld en liðin mætast í Þorlákshöfn klukkan 19:15.
Mynd: Gunnar Gunnarsson