Ari Gunnarsson mun ekki þjálfa meistaraflokk kvenna hjá Skallagrím áfram en síðasti leikur hans með liðið var síðasta laugardag í tapi gegn Breiðablik.
Samkvæmt yfirlýsingu mun ákvörðunin hafa verið sameiginleg og óska Borgnesingar Ara velfarnaðar. Ari tók við liðinu í janúar á þessu ári eftir að Richi var látinn fara frá félaginu.
Skallagrímur situr í sjötta sæti Dominos deildar kvenna þar sem liðið hefur unnið þrjá leiki en sá síðasti var gegn Haukum í sjöundu umferð. Liðið breyttist mikið í sumar og var liðið með fjóra erlenda leikmenn.
Næsti leikur Skallagríms er gegn Keflavík á heimavelli á miðvikudaginn. Skallagrímsmenn segja þjáfaraleitina hafna en knappur tími er til stefni fyrir næsta leik.