spot_img
HomeFréttirAri Gunnarsson og Tómas Holton áfram með kvennalið Vals

Ari Gunnarsson og Tómas Holton áfram með kvennalið Vals

Ari Gunnarsson og Tómas Holton verða áfram við stjórnvölin hjá meistaraflokki Vals á næsta tímabili. Ari tók við kvennaliðinu á síðasta tímabili og Tómas kom inn í þjálfarateymið í janúar. Undir þeirra stjórn endaði liðið í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar en datt út í undanúrslitum eftir jafna og harða baráttu við Íslands og bikarmeistara Snæfells þar sem tveir leikir fóru í framlengingar áður en úrslit réðust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valsmönnum.

Í tilkynningunni segir einnig:

Ari og Tómas eru Valsmönnum að góðu kunnir en þeir léku báðir með yngri flokkum Vals og meistaraflokki á árum áður og hafa báðir komið að þjálfun hjá félaginu í gegnu árin. Valsmenn fagna því að hafa þessa tvo reynslubolta áfram í sínum röðum.

Fréttir
- Auglýsing -