spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaAri Gunn áfram með Skallagrím

Ari Gunn áfram með Skallagrím

Skallagrímur tilkynnti í kvöld að Ari Gunnarsson yrði áfram við stjórnvölin hjá meistaraflokki kvenna í Dominos deild kvenna á komandi leiktíð. 

 

Ari tók við liðinu í janúar á þessu ári eftir að liðið hafði fallið úr leik í undanúrslitum Maltbikarsins gegn Njarðvík. Honum tókst að snúa gengi liðsins við á eftirtektarverðan máta og kom því í úrslitakeppni með frábærum endasprett. Þar mætti liðið hinsvegar ofjörlum sínum í Haukum, sem síðar urði Íslandsmeistarar. 

 

Á heimasíðu Skallagríms segir: „Eins og Skallagrímsmenn þekkja vel þá Ari flestum hnútum kunnugur í Borgarnesi en hann lék um tíu ára skeið með meistaraflokki Skallagríms í efstu deild“. Ari hefur áður þjálfað hjá Val og Hamri en fer nú í sitt fyrsta heila tímabil í Borgarnesi. 

 

Í kvöld var einnig tilkynnt að Árnína Lena Rúnarsdóttir hafi endurnýjað samning sinn við liðið en hún kom til liðsins um áramót frá Njarðvík. Einnig hefur liðið samið við Karenu Dögg Vilhjálmsdóttur sem einnig kemur frá Njarðvík um að leika með liðinu á næstu leiktíð. 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -