18:40
{mosimage}
Ólympíumeistarar Argentínu unnu annan leikinn í röð í nótt á Ameríkumótinu sem fram fer í Las Vegas. Í nótt var það Puerto Rico sem varð fyrir barðinu á þeim og fóru leikar 87-75 og var Luis Scola leikmaður Houston Rockets stigahæstur Argentínumannanna með 22 stig auk þess að taka 11 fráköst. Hjá Puerto Rico var Elias Ayuso leikmaður Denver Nuggets stigahæstur með 21 stig.
Önnur úrslit í gær voru þau að Panama vann Mexíkó 95-90, Kanada vann Virginíueyjar 93-83 og Brasilía vann Venezuela 101-75. Argentínumenn eru eina ósigraða liðið í A riðli en í B riðli eru Bandaríkjamenn og Brasilíumenn ósigraðir.
Í nótt fara fram fjórir leikir.
Bandaríkin – Kanada
Virginíueyjar – Brasilía
Uruguay – Puerto Rico
Argentína – Mexíkó