spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaÁrbæingar unnið tíu leiki í röð

Árbæingar unnið tíu leiki í röð

Uppsveitir og Fylkir mættust í 14. umferð 2. deildar karla um helgina á Flúðum.

Uppsveitir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni á meðan Fylkir gat tryggt sér heimavallarréttinn í úrslitakeppninni með sigri um helgina. Fylkismenn byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhluta með 5 stigum, 24-19.

Hjá heimamönnum byrjaði Óðinn Freyr Árnason leikinn af miklum krafti en hann skoraði 32 stig í leiknum. Annar leikhluti var jafn en Fylkismenn áttu ennþá erfitt með Óðinn en Skúli Gunnarsson fyrrum leikmaður Fylkis var einnig öflugur í sóknarleik heimamanna. Staðan í hálfleik var 46-41 fyrir Fylki. 

Gestirnir voru með meiri breidd og það fór að sjást í seinni hálfleik en allir 12 leikmenn Fylkis spiluðu 12 mínútur eða meira í leiknum. Fylkismenn komust að körfuna þegar þeir vildu en þeir hittu úr 15 af 18 tveggja skotum sínum í seinni hálfleik.

Hjá heimamönnum var það sama sagan þar sem Skúli Gunnarsson var potturinn og pannan í sóknarleik Uppsveita. Lokatölur voru 108-80 fyrir Fylki sem eru núna búnir að vinna 10 leiki í röð í annarri deildinni.

Fréttir
- Auglýsing -