Keflavík lagði Hauka fyrr í kvöld í 23. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn er Keflavík í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig á meðan að Haukar eru jafnar Skallagrím að stigum í 3.-4. sætinu með 26.
Heimakonur í Keflavík byrjuðu leik kvöldsins betur, leiddu eftir fyrsta leikhluta með 6 stigum, 18-12. Undir lok fyrri hálfleiksins gera Haukar þó vel í að missa þær ekki lengra frá sér en það. Þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er Keflavík þó enn með þriggja stiga forystu, 39-36.
Keflavík byrjar seinni hálfleikinn svo nokkuð svipað og þær hófu þann fyrri. Eru skrefinu á undan í þriðja leikhlutanum, sem endar með 9 stiga forystu þeirra, 65-56. Í honum gerðu þær svo nóg til þess að sigla að lokum nokkuð góðum 5 stiga sigurleik í höfn, 79-74.
Atkvæðamest fyrir Keflavík í kvöld var Daniela Morillo, en hún skoraði 30 stig og tók 18 fráköst. Fyrir Hauka var það Randi Brown sem dróg vagninn með 29 stigum og 4 fráköstum.