spot_img
HomeFréttirAnnar sigurinn í dag hjá U16 drengja - stóðust öll áhlaup Finna

Annar sigurinn í dag hjá U16 drengja – stóðust öll áhlaup Finna

Seinni leikur 16 ára lið drengja í dag var gegn Finnlandi. Dagur Kár Jónsson lék með en hann gat lítið beitt sér í sigurleiknum gegn Norðmönnum í morgun vegna ökklameiðsla. Ísland vann 99-85 í skemmtilegum leik þar sem Ísland var sterkari allan leikinn. Maciej Baginski var stigahæstur hjá Íslandi með 35 stig.
Finnarnir opnuðu leikinn með þrist áður en Maciej Baginski jafnaði leikinn með körfu og víti. Fátt gekk upp í sóknarleik beggja liða en staðan var 5-5 eftir fjórar mínútur. Varnirnar héldu og kraftarnir áttu parketið. Bæði lið voru í maður á mann vörn.
 
Maciej Baignski var gífurlega öflugur í liði Íslands í fyrsta leikhluta en hann skoraði 8 stig ásamt því að vera límið í vörninni en hann fiskaði tvo ruðninga á fyrstu mínútunum. Hann opnaði teiginn hjá Finnum í gríð og erg og skoraði margar flottar körfur í teignum.
Dagur Kár kom Íslandi í 13-9 með flottum hraðaupphlaupsþristi og íslenska liðið komið með frumkvæðið í leiknum. Staðan að loknum fyrsta leikhluta var 20-16 Íslandi í vil.
Dagur Kár Jónsson opnaði annan leikhluta með flottu skoti en það er eins og þjálfarar beggja liða hafi eitthvað spjallað saman en þær breyttu báðir um varnaraðferð. Bæði lið byrjuðu leikhlutann á því að skella sér í svæðisvörn. Ísland pressaði frá hálfum velli og reyndi að hleypa leiknum upp.
Finnarnir voru sterkir á blokkinni og skoruðu auðveldar körfur þar en þær eru nokkuð stærri en íslensku strákarnir. Finnarnir komust yfir með tveimur þristum og staðan orðin 24-28. Ingi Þór, þjálfari liðsins, tók leikhlé og fór yfir málin með sínum mönnum en svæðið var að klikka á þessum tímapunkti. Svíarnir náðu öðru góðu áhlaupi og voru komnir í 30-37. En þá kom frábær kafli hjá Íslandi en þeir jöfnuðu og komust yfir 39-37 með hraðaupphlaupskörfu frá Degi Kár Jónssyni. Kaflinn hjá Íslandi var ekki búinn en þeir lokuðu fyrri hálfleik með því að fara úr 30-37 í 49-41. Maciej Baginski var kominn með þrjár villur í hálfleik en aðrir voru ekki í villuvandræðum.
Oddur Kristjánsson opnaði seinni hálfleikinn með slemmu. Fyrst varði hann skot glæsilega í vörninni og svo fór hann yfir og negldi þrist. Íslenska liðið kom vel stemmt inn í þann seinni. Finnarnir fóru að pressa og reyna fá íslensku strákana til að gera mistök. Finnska pressan hafði ekki þau áhrif sem þjálfari liðsins vildi og hann hætti því fljótlega að pressa.
Ritaraborðið var eitthvað að stríða liðunum en stoppa þurfti leikinn þegar reynt var að koma til botns í vandamálinu. Stoppið hafði engin áhrif á leikmenn liðanna en gæðin héldust áfram í leik beggja liða. Finnarnir náðu að minnka muninn en Ísland var ávallt skrefi framar. Finnarnir lokuðu þriggja-leikhluta með glæsibrag og minnkuðu muninn í fimm stig 72-67.
Maciej Baginski var frábær í fjórða leikhluta en hann negldi þristum ásamt því að spila frábæra vörn. Ísland keyrði upp muninn. Finnarnir reyndu eins og þeir gátu að minnka hann en höfðu ekki erindi sem erfiði. Ísland vann góðan sigur og allar viðleitnir Finna í lokaleikhlutanum til að komast aftur inn í leikinn, lokatölur 99-85 Íslandi í vil.

Maciej Baginski gerði 35 stig í leiknum og Oddur Rúnar Kristjánsson bætti við 19. Þá var Dagur Kár Jónsson með 18 stig og Hugi Hólm gerði 12.

Myndasafn úr leiknum

Mynd:
Dagur Kár Jónsson lék í leiknum eftir að hafa meiðst fyrr í dag gegn Norðmönnum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -