spot_img
HomeFréttirAnnar sigur hjá Herði og MBC

Annar sigur hjá Herði og MBC

 
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í þýska Pro A liðinu MBC byrja vel en í kvöld unnu þeir sinn annan leik í röð en Pro A deildin er sú næstefsta í Þýskalandi.
MBC tók í kvöld á móti BV Chemnitz 99 þar sem lokatölur voru 80-66 MBC í vil. Hörður var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en lék í tæpar 19 mínútur og skoraði 4 stig. Þá var hann með þrjár stoðsendingar og eitt frákast.
 
Fréttir
- Auglýsing -