spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAnnar sigur Hattar á Vestra á jafn mörgum dögum

Annar sigur Hattar á Vestra á jafn mörgum dögum

Seinni leikur Hattar og Vestra fór fram í VHE-hölinni í dag. Það verður að segjast að það hefur oft verið betri mæting á pallana en þennan laugardaginn. Höttu vann þó leikinn með 82 stigum gegn 64 og eru eftir leikinn í öðru sæti fyrstu deildarinnar ásamt Breiðabliki, en Vestri er tveimur sigurleikjum neðar, í fjórða sætinu.

Fyrri hálfleikur:

Það voru Hattarmenn sem byrjuðu betur og höfðu frumkvæðið til að byrja með. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 27-17

Í öðrum leikhlutanum gekk Vestramönnum heldur erfiðlega að skora og virtist þreyttan farin að segja til sín, leikurinn spilaðist mjög hægt.
Þegar 3 mínutur voru eftir var staðan 43-22. Vestramenn bara búnir að skora 5 stig og munurinn orðin ansi mikil.

Staðan í hálfleik 47-30

Seinni hálfleikur:

Í seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og í gær, Höttur var skrefinu á undan og í hvert skipti sem Vestramenn náðu eitthvað að minnka muninn virtist Höttur geta bætt í og aukið muninn jafnharðan.
Staðan eftir 3 leikhluta var 62-50 og Vestramenn verulega farnir að þreytast.

Það voru þeir Nemanja og Nebosja sem þurftu að bera uppi leik gestanna í dag á meðan aðrir skiluðu minna. Heimamenn virtust hafa meiri breidd og fengu framlag frá fleirum, Dino, Matej og Eystein.

Lokatölur 82-64

Lykilmenn

Nemanja knezevic fór fyrir sínum mönnum í Vestra með 18 stig og 15 fráköst. Fyrirferðamikil undir körfunni, dróg 8 villur.
Nebosja honum næstur með 20 stig.

Hjá Hetti var Marcus Van atkvæðamikill með 17 stig, 8 fráköst og gekk vel í baráttu sinni við Nemaja.

Tölfræði leiks

Kjarninn

Andleysi Vestramanna í öðrum leikhluta varð þeim að falli í dag. Spurning hvort að þreytan hafi spilað þar inní, en þetta var annar leikur þeirra á jafn mörgum dögum og það eftir jafn langt ferðalag og hugsast getur.

Dómarar leiksins voru þeir Gunnlaugur Briem og Birgir Örn Hjörvarsson, með fín tök á leiknum.

B lið þessara liða mætust í gærkvöldi og fór sá leikur 76:74 fyrir Hetti eftir að hafa leitt mestan part leiksins.

Umfjöllun / Pétur Guðmundsson

Fréttir
- Auglýsing -