spot_img
HomeFréttirAnnar Makedóni til Stjörnunnar

Annar Makedóni til Stjörnunnar

12:05

{mosimage}

Stjarnan í Garðabæ hefur fengið til liðs við sig makedónskan landsliðsmann að nafni Muhamed Taci. Taci þessi 27 ára gamall framherji og 200 cm að hæð.

Kappinn er mættur til landsins en þar sem ekki er komin leikheimild verður hann ekki með gegn Skallagrím í kvöld.

Bragi Magnússon þjálfari Stjörununnar hafði þetta um Taci að segja: „Muhamed á eftir að bæta enn frekar þann skemmtilega leikmannahóp sem fyrir er og gefa aukna hæð í liðið. Hann hefur verið mjög áreiðanlegur í sinni frammistöðu síðustu ár og á eflaust eftir að falla vel inn í hópinn eins og Dimitar hefur þegar gert.“

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -