spot_img
HomeFréttirAnnar af ,,Vatninu“ heldur vestur

Annar af ,,Vatninu“ heldur vestur

 
Jón Hrafn Baldvinsson hefur söðlað um í 1. deild karla og mun leika með KFÍ á næstu leiktíð. Þar hittir hann fyrir nýja þjálfara sinn og fyrrum þjálfara sinn hjá Laugdælum, Pétur Sigurðsson. Jón Hrafn er annar Laugvetningurinn sem gengur í raðir KFÍ þetta sumarið en fyrr í sumar gekk Sigurður Orri Hafþórsson til liðs við KFÍ.
Á heimasíðu KFÍ segir:
 
Jón Hrafn Baldvinsson spilaði með Laugdælum í vetur og ætti því að kannast við Pétur þjálfara. Jón sem spilar undir körfunni skilaði 14,6 stigum í leik í fyrstu deildinni og tók 6,7 fráköst. Jón mun klárlega styrkja okkur í baráttunni í vetur og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í hópinn.
 
Fréttir
- Auglýsing -