spot_img
HomeFréttirAnnað tap hjá strákunum í U-16

Annað tap hjá strákunum í U-16

Íslenska liðið mætti liði finna í dag, um var að ræða hörku leik sem hefði auðveldlega getað dottið í hina áttina með smá heppni. Þeir héldu vel í finnska liðið og sýndu betri liðsframmistöðu en í leiknum gegn svíum. En það dugði ekki til 102-92 tap staðreynd gegn sterku liði finna.

Fyrir leik

Fyrir leikinn höfðu íslensku strákarnir tapað 78-67 fyrir Svíþjóð í gær dag, á meðan finnska liðið fór létt með norska liðið 94-49 og því þurftu íslensku þjálfararnir að ná því allra besta út úr liðinu í dag.

Logi Guðmundsson meiddist í leiknum í gær og getur ekki spilað með liðinu í dag.

Leikurinn

Fyrsti leikhluti var skemmtun frá byrjun til enda, íslensku strákarnir mættu til leiks strax og sýndu það að þetta var bara slæmur dagur í gær, þvílík stemning í höllinni hérna eru allir að fá einhvað fyrir peninginn. Góður hópur af íslenskum foreldrum sitja í stúkunni og öskra ,,ÍSLAND, ÍSLAND!!”. Ísland leiðir 27-24 eftir fyrsta leikhluta

Annar leikhluti hefst nákvæmlega eins, hérna á ekki að gefa tommu eftir, finnarnir ná aftur forskotinu sem ísland tók af þeim í lok fyrsta leikhluta. Finnarnir eru yfir í hálfleik 54-46.

Seinni hálfleikur hefst á því að Atli fær slæmt högg á hné, hann harkar það af sér. Leikurinn er harður og hraður en hann er líka vel dæmdur. Stúkan er full af fólki og bæði lið fá mikinn stuðning hérna, enda er þetta besti leikur mótsins, af þeim sem ég hef séð hingað til. Staðan fyrir lokaleikhlutann er 75-60.

Íslenska liðið nær að saxa á forskot finnanna og þegar tæpar 8 mínútur eru eftir af leiknum er munurinn kominn niður í 10 stig. Strákarnir halda vel í við finnana út leikinn og spilamennskan í þessum leik er að mínu mati töluvert betri en í leiknum í gær. En nær komust þeir ekki og lokatölur 102-92 fyrir finna.

Heimir Gamalíel Helgason átti góðan leik með 22 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar, einnig átti Kristófer Breki Björgvinsson góðan leik 16 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Framhaldið ?

Íslensku strákarnir mæta á morgun eistum klukkan 16:45 en þeir unnu dani í fyrsta leik 98-83 og voru rétt í þessu að leggja Svía 98-67

Fréttir
- Auglýsing -