spot_img
HomeFréttirAnnað svekkjandi tap í Södertalje

Annað svekkjandi tap í Södertalje

Undir 18 ára drengjalið Ísland laut í lægra haldi gegn Danmörku í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í dag, 103-94. Liðið hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu, en næst eiga þeir leik á morgun miðvikudag gegn heimamönnum í Svíþjóð.

Fyrir leik

Íslenska liðið laut í lægra haldi gegn Eistlandi í fyrsta leik sínum á mótinu í gær. Þar voru þeir nokkuð óheppnir að stela ekki sigrinum á lokamínútunum, en þá höfðu þeir unnið sig til baka úr því að vera 20 stigum undir.

Í byrjunarliði Íslands í dag voru Stefán Davíðsson, Viktor Jónas Lúðvíksson, Ámundur Múli Ármannsson, Kristófer Breki Björgvinsson og Birkir Hrafn Eyþórsson.

Gangur leiks

Danska liðið náði góðum tökum á leiknum í upphafi ogbyggja sér upp þægilega 8 stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 27-19. Íslenska liðið mætir svo miklu áræðnara inn í annan leikhlutann. Opna fjórðunginn á 13-2 áhlaupi og eru komnir með forystuna þegar aðeins þrjár mínútur eru liðnar, 29-32. Undir lok hálfleiksins skiptast liðin svo á körfum og er leikurinn nokkuð jafn. Eftir erfiðar lokasekúndur eru það þó Danir sem leiða þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 50-47.

Stigahæstir fyrir Ísland í fyrri hálfleiknum voru Viktor Jónas Lúðvíksson með 13 stig og Birkir Hrafn Eyþórsson með 11 stig.

Áfram er Danmörk skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins. Íslenska liðið er þó ekki langt undan og ná þeir í einhver skipti að jafna leikinn í þriðja leikhlutanum og er staðan jöfn fyrir lokaleikhlutann 73-73. Nokkuð jafnræði helst inn í fjórða leikhlutann, en munurinn þegar fimm mínútur voru eftir var fjögur stig Danmörku í vil, 89-85. Undir lokin nær Ísland ekki að gera leikinn spennandi á nýjan leik. Danmörk heldur tveggja til þriggja körfu forskoti sínu og sigra að lokum með níu stigum, 103-94.

Atkvæðamestir

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Viktor Jónas Lúðvíksson með 21 stig, 14 fráköst og 2 stolna bolta. Honum næstir voru Kristófer Breki Björgvinsson með 14 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og Ásmundur Múli Ármannsson með 21 stig og 2 fráköst.

Kjarninn

Líkt og leikurinn í gær þá hefði þessi auðveldlega getað dottið með báðum liðum. Frammistaða íslenska liðsins öllu jafnari heldur en í gær gegn Eistlandi, en niðurstaðan sú sama. Tvö töp eftir tvo leiki, þrátt fyrir að ákveðin batamerki séi greinileg á leik liðsins.

Hvað svo?

Íslenska liðið á leik næst á morgun miðvikudag kl. 17:15 gegn heimamönnum í Svíþjóð.

Tölfræði leiks

Myndasafn


Fréttir
- Auglýsing -