Leik Íslands og Ísrael var að ljúka á EM U20 í Bosníu þar sem Ísraelar höfðu betur 78-73. Tómas Heiðar Tómasson var stigahæstur í íslenska liðinu í dag með 26 stig og Ægir Þór Steinarsson bætti við 19 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum en það dugði ekki til að sinni.
Ísland hefur því tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á mótinu, í gær gegn Bosníu með naumindum og nú í dag gegn Ísrael.
Teignýting íslenska liðsins var dræm rétt eins og í leiknum í gær gegn Bosníu eða 39,4% (28/71). Okkar menn hafa nú tapað tveimur leikjum með naumindum og mæta vísast með blóð á tönnum í þriðja leikinn á sunnudag þegar þeir mæta Belgum kl. 14:00 að staðartíma eða kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Mynd/ Tómas Heiðar Tómasson skoraði 26 stig fyrir Ísland í leiknum.