Vel var mætt í Icelandic Glacial Höllina í kvöld þar sem Hamar/Þór og Valur buðu uppá frábæran leik fyrir allan peninginn í lokaumferð Bónusdeildar kvenna.
Mátti engu muna á getu beggja liða, en að lokum hafði Valur sigur, 83-89.
Karfan spjallaði við Önnu Soffíu Lárusdóttur Hamars/Þórs eftir leik í Þorlákshöfn.