Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í dag gegn Finnlandi í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 51-71. Ísland hefur því unnið tvo leiki og tapað einum það sem af er móti, en bæði eru Finnland og Svíþjóð taplaus það sem af er móti.
Anna Fríða Ingvarsdóttir hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en skilaði 3 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta á rúmum 10 mínútum spiluðum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil