spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaAngólskur landsliðsmaður til Vestra

Angólskur landsliðsmaður til Vestra

Vestri hefur samið við framherjann Julio de Assis um að leika með liðinu í Úrvalsdeild karla á komandi tímabili. Julio, sem er fæddur í Madríd á Spáni, er með spænskt og angólskt ríkisfang og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil í spænsku deildunum, þar á meðal næst efstu deild. Julio er af angólskum ættum og hefur hann spilað nokkra leiki með angólska landsliðinu.

Vestri vann sér sæti í Úrvalsdeildinni í vor í fyrsta sinn síðan 2014. Þeir hafa þegar tryggt sér áframhaldandi veru Vestfjarðatröllsins Nemanja Knezevic auk tvíburanna Hilmis og Huga Hallgrímssona sem léku með liðinu á láni frá Stjörnunni seinni part síðasta tímabils.

Fréttir
- Auglýsing -