Andri Þór Kristinsson skrifaði í kvöld undir samning við körfuknattleiksdeild Hamars um þjálfun á meistaraflokki karla félagsins. Hamarsport.is greinir frá.
Á heimasíðu Hvergerðinga segir einnig:
Andri Þór er flestum Hamarsmönnum kunnugur en hann þjálfaði kvennalið Hamars fyrir nokkrum árum. Nú síðast var Andri þjálfari kvennaliðs Hauka sem urðu meðal annars deildarmeistarar. Andri hefur einnig þjálfað lið Breiðabliks sem og komið við sögu í þjálfun á landsliðum Íslands í yngriflokkum.