spot_img
HomeFréttirAndri: Með hátt í 15 nýja úrvalsdeildarleikmenn

Andri: Með hátt í 15 nýja úrvalsdeildarleikmenn

Kynningarfundur Domino´s deildanna fór fram í Laugardal í dag. Keppni í Domino´s deild kvenna hefst á morgun. Nýliðar Breiðabliks undir stjórn Andra Þórs Kristinssonar hefja leik gegn Keflavík á útivelli en Keflvíkingum er spáð titilinum.
 
 
Karfan.is ræddi við Andra á fundinum í dag sem kvaðst vera að kynna um 15 nýja leikmenn fyrir lífinu í úrvalsdeild. Reynsla er þó engu að síður fyrir hendi í liði Blika en þar gefur t.d. að finna Jóhönnu Björk Sveinsdóttur, Berglindi Kareni Ingvarsdóttur og Unni Láru Ásgeirsdóttur svo einhverjar séu nefndar.
 
 
 
Fyrsta umferðin í kvennaboltanum:
 
8. október – miðvikudagur, 19:15
 
KR – Valur
Snæfell – Haukar
Keflavík – Breiðablik
Grindavík – Hamar
 
Fréttir
- Auglýsing -