spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaAndrés til liðs við Fjölni

Andrés til liðs við Fjölni

Fjölnir hefur gengið frá samningi við Andrés Kristleifsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð í 1. deild karla. Andrés kemur frá Keflavík þar sem hann hefur leikið síðustu ár. 

 

Andrés var á venslasamningi hjá Fjölni eftir áramót á síðustu leiktíð og var með 13,1 stig og 4 fráköst að meðaltali í leik fyrir liðið. Erfið meiðsli höfðu haldið honum frá í nærri ár en er nú að ná fyrri styrka á nýju. 

 

Fyrr í sumar hefur Fjölnir einnig samið við þá Vilhjálm Theodór Jónsson, Hreiðar Bjarka Vilhjálmsson og Róbert Sigurðsson eru ætla sér greinilega stóra hluti í 1. deild karla á komandi leiktíð.

 

Fréttir
- Auglýsing -