Andrée Michelsson hefur framlengt samning sinn við Hött og mun því leika áfram með liðinu í 1. deild karla á komandi leiktíð.
Andrée sem á íslenska móðir en kom frá Malbas í Malmö fyrir tveimur árum síðan. hHann er uppalinn í Svíþjóð. Andrée endaði með 11,7 stig að meðaltali á 22. mínútum fyrir Snæfell á fyrstu leiktíð sinni er liðið féll úr Dominos deild karla.
Hann gekk svo til liðs við Hött fyrir síðustu leiktíð og spilaði með liðinu í Dominos deild karla. Þar var hann með 8,4 stig að meðaltali á nærri tuttugu mínútum fyrir liðið. Höttur féll einnig úr efstu deild á síðustu leiktíð og Andrée því fallið tvö ár í röð og einungis unnið tvö leiki af 44 í deildarkeppni síðustu tveggja ára.
Höttur sem féll í 1. deild karla á síðustu leiktíð ætlar sér ekkert annað en að fara beint uppí efstu deild á ný. Liðið virðist ætla að halda sama kjarna og frá síðustu leiktíð. Þá mun Viðar Örn Hafsteinsson þjálfa liðið áfram.