Andrée Fares Michelsson og Rendsburg Twisters máttu þola tap í dag fyrir Wusterhausen í Regionalliga Herren í Þýskalandi, 83-71. Leikurinn sá annar sem liðið leikur á fáeinum dögum, en þann 29. janúar lögðu þeir topplið VLF Stade, 73-66.
Líkt og oft áður í vetur var Andrée besti leikmaður Twisters í dag með 24 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar, en í sigrinum gegn VLF Stade var hann með 30 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar.
Eftir leik dagsins eru Twisters í 5. sæti deildarinnar með 10 sigra og 9 töp það sem af er tímabili.
Næsti leikur Andrée og Twisters er þann 12. febrúar gegn Rot-Weiss Cuxhaven.