spot_img
HomeFréttirAndrea Björt í Hólminn

Andrea Björt í Hólminn

Framherjinn Andrea Björt Ólafsdóttir sem leikið hefur með Njarðvík síðustu ár er gengin í raðir Íslandsmeistara Snæfells. Samningurinn er til eins árs.
 

Andrea Björt er tvítugur leikmaður sem eru uppalin í Keflavík en árið 2011 gekk hún í raðir Njarðvíkur. Á síðasta tímabili lék hún með liðinu í 1. deild þar sem hún skoraði 5.3 stig að meðaltali og tók 9.5 fráköst í leik

Andrea Björt mun æfa með Breiðablik í Reykjavík þar sem hún er í skóla, en þar mun hún ásamt Berglindi Gunnarsdóttur, Hugrúnu Evu Valdimarsdóttur og Maríu Björnsdóttur ferðast saman í æfingar og leiki í Stykkishólmi.  

Á myndinni:
Andrea Björt Ólafsdóttir og Hugrún Eva Valdimarsdóttir skrifuðu undir eins árs samning við Formann kkd. Snæfells Gunnar Svanlaugsson
 

Fréttir
- Auglýsing -