spot_img
HomeFréttirAndlát: Kristinn Stefánsson

Andlát: Kristinn Stefánsson

KR-ingurinn og fyrrum landsliðsmaðurinn Kristinn Stefánsson er látinn 79 ára að aldri. Er hans minnst á stuðningsmannasíðu félagsins á samfélagsmiðlum nú í morgun.

Kristinn var um langan tíma einn af betri leikmönnum landsins, þar sem árið 1974 hann var meðal annars valinn körfuboltamaður ársins, en í heild lék hann yfir 300 leiki fyrir KR frá árinu 1962 til 1977. Var hann hluti af sigursælum liðum KR á þessum árum sem unnu Íslandsmeistaratitilinn í fimm skipti og þá urðu þeir einnig bikarmeistarar í fimm skipti. Frá árinu 1964 til ársins 1975 lék hann 34 landsleiki fyrir A landslið Íslands. Fyrir utan að vera leikmaður var hann einnig að þjálfa bæði hjá KR og hjá landsliði Íslands, ásamt því að hafa setið í stjórnum um tíma bæði hjá KR og KKÍ.

Samkvæmt færslunni á síðu stuðningsmanna félagsins minnist félagið Kristins með söknuði og eru fjölskyldu hans sendar samúðarkveðjur. Þá er þeim sem vilja minnast hans með framlagi bent á Framtíðarsjóð KR, reikning 133-15-4877 kt. 700169-3919.

Landslið Íslands sem tók þátt í Norðurlandamótin sem fram fór á Íslandi 1968. Aftari röð frá vinstri: Guðmundur Þorsteinsson þjálfari, Birgir Jakobsson, Birgir Örn Birgis, Kristinn Stefánsson, Einar Bollason, Sigurður Ingólfsson og Agnar Friðriksson. Fremri röð frá vinstri: Guttormur Ólafsson, Kolbeinn Pálsson, Þórir Magnússon, Þorsteinn Hallgrímsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Sigurðsson.

Mynd / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -