spot_img
HomeFréttirAndlát: Jón Otti Ólafs­son

Andlát: Jón Otti Ólafs­son

Jón Otti Ólafsson fyrrverandi körfuknattleiksdómari lést þann 28. febrúar síðastliðinn 83 ára að aldri. Morgunblaðið greinir frá.

Jón Otti fæddist árið 1941 og ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, en hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar.

Sem leikmaður lék Jón Otti yfir 200 leiki með uppeldisfélagi sínu í KR þar sem hann vann til bikarmeistara, Reykjavíkur og Íslandsmeistaratitla, en hann hafði byrjað að æfa er hann var við nám á Laugavatni. Eftir að feril hans lauk fór hann að dæma. Dæmdi hann yfir þúsund leiki á feril sínum sem dómari og þá var hann einnig virkur þátttakandi í skipulagningu og þróun dómarastarfsins á Íslandi, meðal annars sem formaður dómaranefndar.

Gullmerki KKÍ hlaut Jón árið 2001 ásamt heiðursviðurkenningu KR fyrir störf í þágu íþróttarinnar. Þá var hann einnig valinn dómari síðustu aldar uppúr síðustu aldamótum.

Myndir / KKÍ

Fréttir
- Auglýsing -