spot_img
HomeFréttirAnders Katholm til liðs við Snæfell

Anders Katholm til liðs við Snæfell

16:47

{mosimage}

Lið Snæfells hefur fengið danskan liðsauka fyrir baráttuna í Iceland Express deildinni í vetur. Anders Katholm sem leikið hefur með Horsens IC undanfarin ár hefur verið ráðinn dönsku kennari í Stykkishólmi og mun leika með liðinu.

 

Anders þessi er 202 cm hár og hefur eins og fyrr segir, leikið með Horsens IC undanfarin ár, m.a. undir stjórn Geof Kotila. Þess má geta að hann varð danskur meistari með Horsens IC vorið 2006 þegar liðið sigraði Geof Kotila og lærisveina hans í Bakken bears í úrslitum. 

Lið Horsens IC féll út í undanúrslitum í vor fyrir Bakken bears eftir að hafa lent í fjórða sæti í deildinni. Anders lék 15 leiki og skoraði 7,9 stig að meðaltali og tók 4 fráköst að meðaltali. 

Stykkishólmspósturinn greinir frá. 

[email protected] 

Mynd: www.dk4.dk

Fréttir
- Auglýsing -