spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaÁminning og bann eftir hitaleik í Hveragerði

Áminning og bann eftir hitaleik í Hveragerði

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur komist að niðurstöðu í þremur agamálum sem henni hafði borist til úrlausnar.

Í einu tilvikinu er leikmaður dæmdur í bann, en Viktor Beinir Ásmundsson leikmaður Snæfells mun vera í banni þegar Hamar mætir Snæfell í fjórða leik átta liða úrslita fyrstu deildar karla. Hér fyrir neðan má sjá úrskurði nefndarinnar.

Agamál 64/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Viktor Beinir Ásmundsson, leikmaður Snæfells, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hamars gegn Snæfell, sem fram fór þann 5 apríl 2025.

Agamál 65/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Khalyl Jevon Waters, leikmaður Snæfells, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Hamars gegn Snæfell, sem fram fór þann 5 apríl 2025.

Agamál 66/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ty-Shon Alexander, leikmaður Keflavíkur, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Keflavík gegn Tindastól, sem fram fór þann 6 apríl 2025.

Fréttir
- Auglýsing -