spot_img
HomeFréttirAlmar til liðs við KFÍ

Almar til liðs við KFÍ

KFÍ hefur borist liðsstyrkur í baráttunni í 1. deild karla en Almar Guðbrandsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Keflavíkur og flytjast vestur. Þetta kemur fram á www.kfi.is  
Almar er 19 ára og 208 cm á hæð og hefur spilað fyrir lið Keflavíkur allan sinn feril. Almar hefur gert 1,8 stig og tekið 1,1 frákast að meðaltali í leik fyrir Keflavík í vetur en spreytir sig nú í 1. deildinni með KFÍ sem tróna á toppi deildarinnar með 22 stig og taka á móti Val á sunnudag í toppslag 1. deildar.
 
Ljósmynd – www.keflavik.is – Almar Stefán Guðbrandsson
Fréttir
- Auglýsing -