Almar Orri Kristinsson hefur framlengt samningi sínum við Skallagrím til næstu tveggja tímabila.
Almar er 19 ára bakvörður sem að upplagi er úr Borgarnesi, en hann hefur leikið mikilvægt hlutverk með meistaraflokki þeirra á síðustu tímabilum. „Við erum ánægð og hlökkum til áframhaldandi samstarfs með Almari. Hann er öflugur leikmaður, með góðan leikskilning og góð fyrirmynd fyrir yngri leikmenn. Almar á eftir að ná langt í framtíðinni og verður gaman að fylgjast með honum styrkjast enn frekar sem meistaraflokksleikmaður á næsta tímabili.“ Segir í yfirlýsingu frá stjórn.