Almar Orri Atlason hefur staðfest að hann muni á næstu leiktíð ganga til liðs við Bradley Braves í bandaríska háskólaboltanum.
Almar er 18 ára og hefur á þessu tímabili verið með Sunrise Christian, einu besta miðskólaliði Bandaríkjanna. Að upplagi er Almar úr KR, en hefur einnig verið á mála hjá Stella Azzurra á Ítalíu.
Bradley Braves leika í efstu deild háskólaboltans og eru staðsettir í Illinois.
