spot_img
HomeFréttirAlmar Orri og Tómas Valur í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Almar Orri og Tómas Valur í úrvalsliði Norðurlandamótsins

Undir 20 ára lið karla tryggði sér Norðurlandameistaratitilinn í dag með sigri gegn Finnlandi í Södertalje í Svíþjóð. Fór liðið því taplaust í gegnum mótið, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem Ísland vinnur Norðurlandameistaratitil í U20.

Hefð samkvæmt var að móti loknum valið í fimm leikmanna úrvalslið Norðurlandamótsins og átti Ísland tvo fulltrúa í liðinu þetta árið. Almar Orri Atlason var annar þeirra, en hann skilaði 28 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta að meðaltali í leik. Þá var Tómas Valur Þrastarson einnig valinn í úrvalsliðið, en hann var með 19 stig, 7 fráköst og stoðsendingu að meðaltali í leik.

Hér má skoða tölfræði leikmanna á mótinu

Fréttir
- Auglýsing -