spot_img
HomeFréttirAlmar frábær er undir 20 ára karlar unnu gífurlega sterkt lið Slóveníu...

Almar frábær er undir 20 ára karlar unnu gífurlega sterkt lið Slóveníu í fyrsta leik Evrópumótsins

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Slóveníu í dag á fyrsta leikdegi sínum á Evópumótinu á Krít, 70-68.

Leikurinn var í nokkru jafnvægi á upphafsmínútunum, en Slóvenía nær þó að vera skrefinu á undan þegar sá fyrsti er á enda, 17-21. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram spennandi og nær Ísland að vera stigi yfir þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 36-35.

Slóvenía hótar því að keyra framúr í upphafi seinni hálfleiksins, þar sem forysta þeirra fer mest í 11 stig. Ísland nær þó að laga stöðuna aðeins fyrir lok fjórðungsins, sem endar 54-57 Slóveníu í vil. Ísland kemst svo aftur yfir með þrist frá Almari Orra Atlasyni í upphafi lokaleikhlutans, 59-57. Leikurinn helst svo nokkuð jafn fram á lokamínúturnar, þar sem Ísland leiðir mest með 5 stigum. Þegar mínúta er eftir leiðir Ísland með 3 stigum, 68-65. Með tveimur vítum frá Alexander Knudsen koma þeir stöðunni svo í 70-65 þegar tæpar 40 sekúndur eru eftir. Undir lokin nær Ísland svo að sigla mjög svo sterkum 2 stiga sigri í höfn, 70-68.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Almar Orri Atlason með 27 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. Þá skilaði Orri Gunnarsson 21 stigi og 5 fráköstum.

Næsti leikur Íslands á mótinu er í fyrramálið kl. 10:30 gegn Þýskalandi, en líkt og leikur dagsins verður hann í beinni vefútsendingu.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -