spot_img
HomeFréttirAlmar á móti þeirra allra bestu - Sunrise Christian á GEICO Nationals

Almar á móti þeirra allra bestu – Sunrise Christian á GEICO Nationals

Almari Orra Atlasyni og Sunrise Christian hefur verið boðið að taka þátt í GEICO Nationals mótinu 2023, en boð á mótið fá aðeins átta bestu miðskólalið Bandaríkjanna og eru allir leikir þess sýndir í beinni útsendingu á ESPN.

Eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt í KR síðasta haust til þess að ganga til liðs við Sunrise hefur Almar barist um sæti í byrjunarliði skólans við John Bol, sem samkvæmt málsmetandi aðilum er 25. besti leikmaður útskriftarárgangs 2024 og er með tilboð frá mörgum bestu skólum háskólaboltans fyrir næsta tímabil.

Þetta hefur tekist vel hjá Almari, sem í síðustu leikjum hefur verið í byrjunarliðinu ásamt m.a. Matas Buzelis sem verður á næsta tímabili með G-League Ignite og fer fyrstur í nýliðavali NBA deildarinnar þar næsta sumar. Þá eru þarna einnig Scotty Middleton sem er samkvæmt málsmetandi aðilum er 18. besti leikmaður útskriftarárgangs 2023 og mun fara í Ohio State á næsta tímabili, Miro Little sem er á leiðinni í Baylor og Layden Blocker sem verður með Arkansas á næsta tímabili.

Í Geico Nationals átta liða úrslitunum þann 30. mars mun Sunrise mæta Montverde, en hérna er hægt að sjá skipulag keppninnar.

Fréttir
- Auglýsing -