Í kvöld fór fram fjórði leikur í einvíginu á milli Grindavíks og Vals, fyrir leikinn leiddu heimamenn, 2-1 og með sigri í kvöld myndu þeir senda Íslandsmeistarana í sumarfrí.
Eftir að Valsmenn höfðu undirtökin í byrjun, fór seigla heimamanna að detta inn og þeir unnu 82-74.
Karfan spjallaði við Ólaf Ólafsson leikmann Grindavíkur eftir leik í Smáranum.