Tindastóls menn mættu á Álftanesið eftir að hafa pakkað þeim saman á Króknum í leik 1. Augljóst var að Álftnesingar þurftu á sigri að halda til að missa ekki alveg trúna fyrir leik 3 sem á dagskrá er eftir helgina fyrir norðan.
Gangur leiks
Fyrsti leikhluti fór mun betur af stað heldur en í síðasta leik, Álftaness voru allavega mættir til leiks. Ekki sama stress og í síðasta leik þar sem þeir voru að hitta úr opnum skotum annað en í byrjun síðasta leik. Sadio doucere lendi í veseni, en hann fékk 4 villur eftir 6 mínútur, þar af ein tæknivilla, þess vegna spilaði Benni honum ekki meira út hálfleikinn.
Það var mikið skipst á körfu til að byrja með og Sigtryggur Arnar og Justin james voru báðir í góðum gír. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 28-28
Í öðrum leikhluta fóru Álftaness að gefa í og áttu fyrsta höggið í seinni leikhluta. Justin James og David Okeke, sem að byrjaði útaf voru stórkostlegir með samanlagt 30 stig í fyrri hálfleik. Það var kominn mikil hiti í leikinn og dómararnir svoldið að missa tökin, ekki endilega útaf röngum dómum heldur menn orðnir vel pirraðir. Staðinn í hálfleik 54 – 48
Í þriðja leikhluta hélt þessi sami hiti áfram og í þeim fyrri, dómararnir voru að leyfa leiknum að flæða sem gerði leikinn töluvert skemmtilegri. Álftaness hélt foyrstunni allan tíman í þriðja en hún var samt aldrei mikil og spennan mikil, Justin James og David Okeke héldu áfram að vera yfirburða í leiknum og þess vegna spes hvað Drungilas spilaði lítið í leiknum, því að grísku bræðurnir og Sadio áttu ekki breik í hann í dag. Álftanes var að vinna með 7 stigum fyrir fjórða leikhlutann.
Fjórði leikhluti var ekki minna skemmtilegri en fyrstu þrír, Stólar náðu að minnka muninn hægt og rólega og það stefndi allt í rosalegar loka mínútur. Leikurinn var fram og til baka og Dimitros setti nokkrar stóra þrista þegar lítið var eftir og hélt Stólunum í leiknum, Justin James hélt áfram að komast í teiginn og valda ursla þar. Þegar lítið er eftir tekur hann síðan þrist og dómarar dæma villu á Pétur Rúnar í skoti sem leit ekki út fyrir að vera villa úr stúkunni, en ég svosem sá þetta ekki hægt í sjónvarpi. Síðan eru magnaðar loka mínútur og stólar fá séns þegar Giannis Agravanis setur þrist en það lítur út fyrir að vera brotið fyrir skot, en dómararnir voru ósammála því og dæma and one þrist. Síðan þegar það eru u.þ.b 15 sekúndur eftir brjóta Stólar á kloranas sem að reyndar klúðrar báðum vítum og Stólar hlaupa upp en koma ekki upp almenilegu skoti eftir að Giannis drivear inn í teig í eithvað rugl og sendir síðan á Sigtrygg sem var ekki opin en hann kastar honum upp og það datt ekki ofan í. Lokatölur 94-92
Tölfræðin lýgur ekki
Álftnesingar tóku 45 fráköst á móti 32 hjá Tindastól, að horfa á leikinn upp í stúku gaf þér tilfininguna að munurinn hafi verið meiri í þeirri baráttu en hann var.
Atkvæðamestir
Hjá heimanönnum var Justin James stigahæstur með 29 stig, hann var einnig með 8 fráköst og 6 stoðsendingar, hann skilaði þessum tölum þrátt fyrir að Sigtryggur Arnar hafi verið að pressa hann harkalega allan tíman. David Okeke var með 18 stig af bekknum og 10 fráköst, síðan var Haukur Helgi 17 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar
Hjá Stólunum var Giannis Agravanis með 24 stig og 7 fráköst. Sigtryggur byrjaði rosalega og var með 15 stig í fyrsta leikhluti, en síðan hægðist aðeins á honum og hann endaði með 17 stig. Dimitrios Agravanis var með 19 stig en mér fannst hann ekki frábær í dag, boltinn svoldið stopaði hjá honum og hann hægði pínu á þeim og var mikið að tuða og kvarta fannst manni.
Kjarninn
Frá fyrstu mínútu sá maður að Álftnesingar voru miklu meira ready í þennan leik, annað en í leik 1. Í leik 1 gátu þeir ekki hit úr gal opnum skotum í byrjun og bognuðu undan látunum en þessi leikur var önnur saga. Þeir voru Meira physical og misstu ekki haus við spes dómum, nema kannski Kjartan Atli í smá sem fékk tæknivillu. Stólarnir lenda í mótlæti strax í byrjun þegar Sadio fékk tæknivillu eftir 6 mínútna leik, sem var hans 4 villa og vegna þess gat hann lítið spilað í fyrsta hálfleik. Það vantaði líka framlag sóknarlega frá nokkrum af stóru hestunum, Sadio sem spilaði lítið skoraði bara 6 stig, Basile endaði með 12, Davis Geeks var með 3 stig, Drungilas var með 9 stig en hann reyndar spilaði bara 23 mínútur. Mér fannst rotationið hjá Benna frekar spes í dag, það var mjög skrítið hvað Drungilas spilaði lítð, hann, Sigtryggur og Basile sáttu allir lengi í fjórða leikhluta sem var áhugavert. Pétur Rúnar reyndar lokaði leiknum í dag sem var gaman að sjá, mér fannst hann mjög góður í dag þrátt fyrir að hann skoraði bara 2 stig.
Hvað svo?
Þetta voru það sem flestir vildu sjá í dag, sérstaklega eftir að Stjarnan komst 2 – 0 yfir á móti Grindavík, því það vilja allir sjá sem flesta leiki. En Álftnesingar þurfa að mæta í síkið í leik 3, spurning hvort þeir höndla lætinn þá.