Eftirvæntingin leynir sér ekki í augum íbúa Stykkishólms en á næsta leyti eru undanúrslit og úrslitaleikir Lengjubikars karla. Körfubolti setur svo sannarlega svip sinn á lítið bæjarfélag eins og Stykkishólm sem býr við þau forréttindi að hafa lið í bæði Dominos deild karla og kvenna og þeir vita sem í þessu hrærast að það er ekki auðvelt landslag að fara yfir hvert tímbil.
Þegar viðburður eins og Lengjubikarúrslitin eru færð ”út á land” þá fer bæjarfélag eins og Stykkishólmur í gang og verkefnið tekið af krafti. Þetta hefur gríðalega þýðingu fyrir alla í heild sinni að fá veisluna út fyrir höfuðborgarsvæðið og er Hólmurinn meira en tilbúinn að takast á við gestaganginn sem fylgir. Þegar á botninn öllu er hvolft snýst þetta ekki um landbyggðina og höfuðborgina, gleðiefnið er að þetta er körfubolti fyrst og fremst.
Nú viljum við fá alla körfknattleiksaðdáendur til að kíkja í Hólminn og ætti ég ekki að þurfa að minnast sérstaklega á stuðningsfólk þeirra liða sem munu eigast við. Sauðkrækingar flykkjast með Tindastóli, Þórsarar arka úr Þorlákshöfn og Grindvíkingar þramma af Suðurnesjunum í heimsókn til Snæfellsmanna í Stykkishólm.
Hvað er fallegra en frábært stuðningsfólk þegar kemur að körfuboltanum?
Flottir leikir, rafmagnað andrúmsloft og taugarnar þandar og hvet ég öll alvöru stuðningslið að koma og hvetja sín lið.
Þetta eru ekki nema 172km frá Reykjavík, 217km frá Grindavík, 257km frá Sauðárkróki og 209km frá Þorlákshöfn. Við köllum þetta sunnudagsbíltúr ekkert annað!
Í Stykkishólmi er boðið upp á góða gistimöguleika og veitingastaði og þú vilt ekki fara heim ef þitt lið kemst í úrslitaleikinn á laugardeginum, ef þú vilt þá nokkuð fara heim aftur. Stykkishólmur er ferðaþjónustubær og allir ættu að geta látið sér líða vel í bænum við eyjarnar.
Tengill á upplýsingar um gistingu, veitingar og afþreyingu í Stykkishólmi.
http://www.stykkisholmur.is/thjonustan/ferdathjonusta/
Leikirnir hafa verið auglýstir vel en til nánari glöggvunar.
Föstudaginn 23. nóv.
Kl 18:30. Tindatóll-Þór Þ.
Kl 20:30. Snæfell-Grindavík.
Úrslitaleikurinn á laugardag kl 16:00.
Ágætu körfuboltaunnendur, velkomin á Lengjubikarúrslitin í Stykkishólmi.
Áfram körfubolti
Símon B. Hjaltalín