21:45
{mosimage}
(Helgu og félaga í ÍS bíður ærinn starfi en þær mæta Haukum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar)
Haukakonur urðu í kvöld deildarmeistarar í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik er þær lögðu botnlið Hamars 64-96 í Hveragerði. Keflavík lagði ÍS nokkuð örugglega í Sláturhúsinu 88-55 en Grindvíkingar lentu í basli með Blika en höfðu að lokum sigur 76-72. Haukar eru því titilhafar allra þeirra titla sem í boði eru í kvennakörfunni í dag. Íslandsmeistarar, bikarmeistarar, deildarmeistarar og Powerademeistarar.
Haukar halda því inn í úrslitakeppnina á toppi deildarinnar og mæta ÍS í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er ljóst að það verða Keflavík og Grindavík sem munu mætast í hinni undanúrslitarimmunni en það á eftir að koma í ljós hvort liðið verður með heimavallarréttindin í þeirri rimmu. Keflavík er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar og nú með 28 stig en Grindavík er í 3. sætinu með 26 stig.
Aðeins tvær umferðir eru eftir í deildinni og því mikil spenna millum Suðurnesjaliðanna hvort liðið nær heimavallarréttinum.
{mosimage}
Í Grindavík í kvöld fóru heimkonur vel af stað og sáust tölur eins og 20-5 en Breiðablik komst að nýju inn í leikinn og þegar um tvær mínútur voru til leiksloka náðu þær að komast yfir í fyrsta sinn í leiknum. Grindvíkingar höfðu þó nauman sigur í lokin 76-72 og því er Breiðablik enn í fallbáráttu við Hamar og mikil spenna við botninn um hvort liðið haldi sæti sínu í deildinni.
Hvorki Signý Hermannsdóttir né Alda Leif Jónsdóttir voru með ÍS í kvöld og máttu sín því lítils gegn Keflavík. Staðan í hálfleik var 50-25 Keflvíkingum í vil og í síðari hálfleik bættu heimakonur í og luku leik með stórsigri, 88-55. TaKesha Watson gerði 25 stig í leiknum og María Ben Erlingsdóttir gerði 19 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá ÍS var Stella Kristjánsdóttir með 13 stig, Þórunn Bjarnadóttir gerði 12 og Helga Jónasdóttir var með 7 stig og 13 fráköst.
{mosimage}
Haukasigurinn var aldrei í hættu í Hveragerði og fátt sem virðist geta slegið Íslands- og bikarmeistarana út af laginu þessa dagana. Staðan í hálfleik í Hveragerði var 32-44 Haukum í vil en í síðari hálfleik tóku þær leikinn í sínar hendur og fóru með 64-96 sigur af hólmi. Helena Sverrisdóttir gerði 24 stig í leiknum fyrir Hauka en Latreece Bagley gerði 24 stig fyrir Hamar en tók auk þess 10 fráköst.
Frétt og myndir af www.vf.is
{mosimage}