spot_img
HomeFréttirAll-Star helgi – WNBA stjörnuleikurinn fer fram á morgun!

All-Star helgi – WNBA stjörnuleikurinn fer fram á morgun!

WNBA stjörnuleikurinn fer fram á laugardaginn í Las Vegas. Leikmenn beggja liða voru valdir með kosningu af aðdáendum, leikmönnum, þjálfurum og fjölmiðlamönnum. Elena Delle Donne og A‘ja Wilson fengu flest atkvæði og eru því fyrirliðar sitt hvors liðsins, sem hvort um sig ber nafn þeirra. A‘ja Wilson varð fyrir því óláni að meiðast á dögunum og getur því ekki spilað. Hún verður þó áfram fyrirliði síns liðs og búið er að kalla nýliðann Napheesa Collier inn til að spila í stað Wilson. Liðin má sjá hér að neðan.

TEAM DELLE DONNE (Þjálfari Mike Thibault)

Byrjunarlið

Elena Delle Donne (Washington Mystics)

Brittney Griner (Phoenix Mercury)

Jonquel Jones (Connecticut Sun)

Jewell Loyd (Seattle Storm)  

Kia Nurse^ (New York Liberty  )

Bekkur

DeWanna Bonner (Phoenix Mercury)  

Tina Charles (New York Liberty)   

Nneka Ogwumike (Los Angeles Sparks) 

Alyssa Thomas (Connecticut Sun)     

Kristi Toliver (Washington Mystics)

Courtney Vandersloot (Chicago Sky)           

TEAM WILSON (Þjálfari Bill Laimbeer)

Byrjunarlið

Liz Cambage (Las Vegas Aces)       

Chelsea Gray (Los Angeles Sparks) 

Natasha Howard^ (Seattle Storm)           

Kayla McBride (Las Vegas Aces)       

A’ja Wilson* (Las Vegas Aces)        

Bekkur

Napheesa Collier^ (Minnesota Lynx)      

Diamond DeShields^ (Chicago Sky)           

Candice Dupree (Indiana Fever)          

Sylvia Fowles (Minnesota Lynx)      

Allie Quigley (Chicago Sky)            

Odyssey Sims^ (Minnesota Lynx)      

Erica Wheeler^ (Indiana Fever)          

^ Spilar í fyrsta skipti í Stjörnuleiknum

* Meidd, spilar ekki

Ýmsir viðburðir verða haldnir í Las Vegas í kringum stjörnuleikinn. Í kvöld fer fram þriggja stiga keppni og tækniþraut (skills challenge).

Þriggja stiga keppni síðasta árs var æsispennandi og mun sigurvegari hennar, Allie Quigley, freista þess að verja titil sinn. Listi yfir þátttakendur í þriggja stiga keppninni og tækniþrautinni er hér að neðan.

Þáttakendur í 3ja stiga keppni

*Nýting á tímabilinu*
Leikmaður Lið 3PM 3PA 3P%
Chelsea Gray Los Angeles Sparks 23 64 35.9
Kayla McBride Las Vegas Aces 36 76 47.4
Kia Nurse New York Liberty 39 106 36.8
Allie Quigley Chicago Sky 51 107 47.7
Shekinna Stricklen Connecticut Sun 44 110 40.0
Erica Wheeler Indiana Fever 35 82 42.7

Þátttakendur í tækniþraut

Leikmaður Lið
Napheesa Collier Minnesota Lynx
Diamond DeShields Chicago Sky
Brittney Griner Phoenix Mercury
Jonquel Jones Connecticut Sun
Odyssey Sims Minnesota Lynx
Courtney Vandersloot Chicago Sky
Sami Whitcomb Seattle Storm
Elizabeth Williams Atlanta Dream

Viðburðum kvöldsins í kvöld verður sjónvarpað á ESPN kl. 23:00 (að íslenskum tíma).

Stjörnuleikurinn sjálfur, sem fer fram kl. 19:30 að íslenskum tíma laugardaginn 27. júlí, verður sýndur á ABC en auðvitað geta þeir sem eru með League Pass aðgang horft á leikinn í gegnum appið eða vefsíðuna.

Deildin er einnig mjög virk á samfélagsmiðlum, instagram, facebook, snapchat og twitter og því auðvelt að fylgjast með því helsta í gegnum þá.

Margir leikmenn eru að leika í stjörnuleiknum í fyrsta skipti (sjá lista). Það er á hreinu að nýr MVP verður krýndur þar sem Maya Moore hefur verið valin mikilvægasti leikmaður stjörnuleiksins síðustu 3 ár. Spennandi verður að sjá hver tekur titilinn í ár, sem og hvort lið Delle Donne eða lið hinnar ungu A‘ja Wilson sigri leikinn.  

Umfjöllun / Hanna Þráinsdóttir

Fréttir
- Auglýsing -