Njarðvík lagði Fjölni í kvöld með minnsta mun mögulegum 89-88 í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppni kvenna. Fjölnir er því úr leik, en Njarðvík eru komnar áfram í fjögurra liða úrslitin.
Karfan spjallaði við Aliyah A’taeya Collier leikmann Njarðvíkur eftir leik í Ljónagryfjunni. Aliyah átti stórleik fyrir sínar konur í grænu í kvöld, á 42 mínútum spiluðum skilaði hún 42 stigum og 17 fráköstum.

Viðtal / Jón Björn